Velkomin á vef Styrktarsjóðsins Klettur
Félagsmenn sækja um styrki hjá sjóðnum á Mínum síðum með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Við bendum á að öllum umsóknum þurfa að fylgja viðeigandi fylgiskjöl í rafrænu formi. Athugið að nauðsynlegt er að skila reikningi frá meðferðaraðila, ekki millifærslu úr heimabanka. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þig inn á Mínar síður og sækja um styrk.
Skrifstofa Styrktarsjóðsins Kletts – sumarleyfi
Skrifstofa Styrktarsjóðsins Kletts er lokuð vegna sumarleyfis frá 14. júlí til 5. ágúst.
Allar umsóknir um sjúkradagpeninga sem berast fyrir 20. júlí verða afgreiddar í lok mánaðar. Almennar umsóknir verða afgreiddar að loknu sumarfríi.
Við þökkum fyrir skilninginn og óskum ykkur gleðilegs sumars.
Með bestu kveðju,
Styrktarsjóðurinn Klettur
Almennir styrkir
Sjóðfélagar verða að skila reikningi með nafni og kennitölu umsækjanda. Fjöldi meðferða og upphæð þarf að koma fram ef sótt er um styrk vegna meðferða. Greiðslukvittun úr heimabanka er ekki gildur reikningur.
Sjúkradagpeningar
ATH: Sjóðfélagar sem eru í veikindaleyfi og hyggjast sækja um hjá sjóðnum skulu hafa samband tímanlega áður en veikindaréttur klárast í síma 525-8380. Réttur til sjúkradagpeninga miðast við gildan ráðningarsamning. Vottorð frá vinnuveitanda verður að fylgja umsókn.
Veikindi á meðgöngu
Sjóðfélagar sem eru veikir vegna meðgöngu geta sótt um lengingu hjá Fæðingarorlofssjóði ef veikindin vara lengur en mánuð fyrir áætlaðan fæðingardag barns. Sjá reglur Fæðingarorlofssjóðs: Lenging fæðingarorlofs
Ef veikindin vara skemur en mánuð fyrir áætlaðan fæðingardag barns skal hafa samband við Styrktarsjóðinn í síma 525-8380.
Styrktarsjóðurinn Klettur:
Úthlutunarreglur
Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum eftir 6 eða 12 mánaða iðgjaldagreiðslur.
Umsókn um sjúkradagpeninga skal skilað inn fyrir 15. hvers mánaðar en að jafnaði er greitt út síðasta dag hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir.